Um vefinn

Megintilgangur vefsins er að vera samskiptatæki fyrir eigendur jarðarinnar og miðla upplýsingum er varða jörðina og rekstur hennar.

Hluti vefsins er öllum opinn, en að mestu leyti er hann lokaður og aðgangur aðeins mögulegur með notandanafni og lykilorði, sem umsjónarmaður vefsins úthlutar.

Umsjónarmaður er fyrst um sinn Guðni G. Sigurðsson, en vonast er til góðrar þátttöku sem flestra eigenda í að byggja upp áhugaverðan vef.  Vefurinn er vistaður á vefþjónabúi Tölvars ehf.

Hafa má samband við umsjónarmann í símum 568 7321, 898 5195 eða í heimasíma 562 7718.  Einnig má senda rafpóst, sbr. vefsíðu Hafið samband.

Umsjónarmaður

Umsjónarmaður vefsins er Guðni G. Sigurðsson, starfsmaður Tölvars ehf.


Hugbúnaðarfyrirtækið Tölvar ehf var stofnað 1981.  Viðfangsefni þess hafa í tímans rás einkum verið smíði gagnagrunnskerfa, framleiðslustjórnkerfi og gagnaúrvinnsla ýmiskonar.  Einnig annast fyrirtækið vefsíðugerð og -vistun.

Heimsækið vefsetur Tölvars ehf: www.tolvar.net


Site Map | Printable View | © 2008 - 2020 Tölvar ehf | Powered by mojoPortal | XHTML 1.0 | CSS | Design by styleshout