Skaðvaldar á barrtrjám

Seinni hluta júnímánaðar tók ég eftir nokkrum bartrjám á ræktunarsetri okkar Þóru (bæði furu og greni), sem höfðu talsvert af brúnum nálum.  Furan hafði að stórum hluta fellt brúnu nálarnar, en grenið hélt þeim að mestu leyti.  Mér virtist þá ekki mikil brögð að þessu, án þess að ég kannaði málið að ráði.  Við vorum svo aftur í Arnarholti 4.-8. ágúst sl.  Þá sá ég, að svona var þetta mjög víða á setrinu.  Mér var satt að segja verulega brugðið.  Ég fór um allt svæðið og kannaði einnig barrtré vestan Landbrots, rétt austan við setur 16.  Þar fann ég líka svona tré.  Ég tók talsvert af myndum, og eru nokkrar þeirra hér til sýnis.

Fyrst datt mér í hug lús, t.d. grenilús.  Þrátt fyrir talsverða leit fann ég ekki eitt einasta kvikindi.  Svo fór ég að hugsa, að nálarnar minntu mig á gljávíðiryð í garðinum okkar heima.  Þar með datt mér í hug, að um eitthvað slíkt væri að ræða hér.  Ryð er einhverskonar sveppagróður, skilst mér.  Á vef skógræktar ríkisins er fróðleikur um skaðvalda á trjám:

http://www.skogur.is/forsida/nr/33

Þar eru nefndir t.d. grenibarrfellisveppur, greniryðsveppur og furubikar.  Af nógu virðist vera að taka!  Fróðlegt væri að heyra, hvort þessa ófagnaðar hefur orðið vart víðar í Arnarholtslandi.  Eins væri áhugavert að heyra, hvort einhver áttar sig á því, hvað er hér á ferðinni.

Guðni Sigurðsson, 12.08.2011.

DSC_1623
 
DSC_1624
 
DSC_1625
 
DSC_1626
 
DSC_1627
 
DSC_1635
 
DSC_1636
 
DSC_1638
 
DSC_1639
 
DSC_1640
 
DSC_1641
 
DSC_1643
 
DSC_1647
 
DSC_1651
 
DSC_1656
 
DSC_1660
 
DSC_1661
 
DSC_1666
 
 

Site Map | Printable View | © 2008 - 2019 Tölvar ehf | Powered by mojoPortal | XHTML 1.0 | CSS | Design by styleshout